Ísnes-mótið í Compak-Sporting var haldið á velli Skotreynar á Álfsnesi í kvöld. Skotnar voru 50 leirdúfur og veitt verðlaun fyrir opinn flokk og flokk með forgjöf. Alls mættu 32 keppendur til leiks. Í opna flokknum sigraði Jón Kristinsson með 47 stig, Þórir Guðnason varð annar með 46 stig og í þriðja sæti Stefán Gaukur með 44 stig. Með forgjöf sigraði Snorri Jón Valsson með 53,0 stig, annar varð Aron Kristinn Jónsson með 49,2 stig og í þriðja sæti Bjarni Viðar Jónsson með 49,0 stig. Nokkrar myndir frá mótinu eru á Facebook síðu Ísnes.
Ísnes mótið í Sporting
By Guðmundur kr Gíslason|
2018-07-26T20:49:16+00:00
júlí 25th, 2018|Uncategorized|Slökkt á athugasemdum við Ísnes mótið í Sporting